Uppsetning á vatnshiturum 11L og 14L (Eldri en 2019)

Uppsetning á gasvatnshiturum byggist á vatns inn og úttaki, gas inntaki og loftstreymi frá hitaranum.
Byrjað er á að tengja vatnið inn á hitarann (neðarlega hægra megin) inn á hálftommu rör, úttakið er svo vinstra meginn á hitaranum og er einnig hálftommu rör.
Því næst er 10mm gasslöngu smeygt vel upp á gas inntakið og hert vel með hosuklemmu.
Fráöndun þarf að vera til staðar og er hún ofan á vatnshiturunum 115mm op á 11L og 135mm á 14L, þar er brýnt að setja álrör um 45cm langt til að hleypa hitanum frá tækinu annars er hætta á að slá út efra hitaörygginu sem er hægra megin á hitaranum, ef það gerist þarf að ýta á takkann á örygginu(sé hann til staðar) til að koma hitaranum í gang aftur. Skorri ehf selur álrör 125mm að þvermáli og 45cm lengd ásamt blikkkraga fyrir 11L og blikkkraga fyrir 14L.
Staðsetjið vatnshitarana í vel loftræstu herbergi, alls ekki í loft þéttu rými þar sem hætta er á að hitinn verði of mikill og slái þar með út hitaörygginu.

Nýleg tæki eru orðin sjálfvirk og þarf ekki að kveikja á þeim sérstaklega, þau sjá sjálf um það þegar vatnsstreymi fer í gegn um hitarann og gas kemur í gegn um gas inntakið. Kjör þrýstingur fyrir vatnið er 2.5-3 bar en algjör lágmarks þrýstingur er 1 bar.

Eldri gerðin með digital hitamæli:

Elsta sjálfvirka gerðin: