Uppsetning á vatnshiturum frá Beretta

Uppsetning á gasvatnshiturum frá Beretta. 11 og 14 lítra.
Byrjað er á að tengja vatnið inn á hitarann (neðarlega hægra megin) inn á hálftommu rör, úttakið er svo vinstra meginn á hitaranum og er einnig hálftommu rör.
Því næst er gasslöngu smeygt vel upp á gas inntakið (gott er að nota smá sápu til að ná gasslöngunni upp á) og hert vel með hosuklemmu.
Fráöndun þarf að vera til staðar og er hún ofan á vatnshiturunum 110mm op á 11L og 130mm á 14L, þar er brýnt að setja álrör um 45cm langt til að hleypa hitanum frá tækinu annars er hætta á að slá út efra hitaörygginu sem er vinstra megin á hitaranum, ef það gerist þarf að bíða og leyfa tækinu að kólna og leyfa hitaörygginu að slá sér inn aftur. Skorri ehf selur álrör 125mm að þvermáli og 45cm lengd ásamt blikkkraga fyrir 11L og blikkkraga fyrir 14L.
Staðsetjið vatnshitarana í vel loftræstu herbergi, alls ekki í loftþéttu rými þar sem hætta er á að hitinn verði of mikill og slái þar með út hitaörygginu.

Nýju tækin eru orðin alveg sjálfvirk og þarf ekki að kveikja á þeim sérstaklega, þau sjá sjálf um það þegar vatnsstreymi fer í gegn um hitarann og gas kemur í gegn um gas inntakið. Kjör þrýstingur fyrir vatnið er 2 bar en algjör lágmarks þrýstingur er 0.2 bar.

Gasþrýstingur er 28-37 mbar.

Hitastilling er eingöngu gerð með plús(+) og mínus(-) tökkunum framan á tækinu hjá digital skjánum. Hægt er að slökkva og kveikja á tækinu með takka framan á. Digital skjárinn slekkur á sér eftir nokkrar sekúndur.