Sólar Loftræsting

Þurrt og hreint loft – Betri loftgæði allt árið – Umhverfisvænt

Loftræsting sem knúin er áfram með sólarrafhlöðu hefur verið í notkun í mörg ár á norðurlöndunum með góðum árangri, en er frekar nýtt hér á landi. Þetta er mjög sniðug lausn fyrir hús sem eru ekki tengd við rafmagn.

Hreint og þurrt loft kemur í veg fyrir myglu og fúkkalykt í sumarhúsum og við góðar aðstæður hita upp loftið inní húsinu.

Hvað er sólar loftræsting?

Sólar loftræsting er fleki sem er gerður úr álprófíl og hertri glerplötu áþekkri þeim sem er á sólarrafhlöðum, einnig er lítil sólarrafhlöða sem knýr áfram loftviftu. Fyrir innan glerplötuna er loftrými sem hitnar í sólinni og viftan blæs því inn í húsið. Loftræstivifta er keyrð áfram með sólarrafhlöðu og krefst engrar utanaðkomdi orku, engin batterí eru notuð. Viftan dregur inn loft sem hitnar bakvið glerpanelinn við sólarljósið. Með því að blása inn heitara og þurrara lofti inn í húsið þá þurrkar það húsið og minnkar líkur á myglu og fúkkalykt. Viftan sjálf virkar þó það sé bara fullbjart, en það þarf að vera sól til að það myndist einhver hiti.

Útgáfur

Til eru nokkrar misöflugar útgáfur (m³/klst. rúmmetrar á klukkustund) t.d. ein sem tekur bara inn ferskt loft án þess að hita loftið, önnur sem tekur bara inn ferskt loft að utan og getur hitað það. Einnig eru til kerfi sem hringrása loftinu innan frá að hluta eða öllu leyti og er það stillanlegt á þeim sjálfum.

Kerfin geta skilað frá  sér í  35-80 stiga heitu lofti í góðu sólskini, fer eftir hversu vel og lengi sólarljósið nær að skína á glerpanelinn sem hitar upp loftið fyrir innan. Minni gerðir sem eru ekki með hitun, heldur bara blæstri þjóna sama tilgangi varðandi þurrkun á loftinu inni til að vinna á móti myglumyndun og fúkkalykt og eru þær helst notaðar í minni rými eins og húsbíla, hjólhýsi, báta eða geymslugáma.

Þetta er frábær lausn fyrir sumarhús sem ekki eru í notkun nema nokkra mánuði á ári og standa lokuð þess á milli.

Verð

Öll verð og stærðir er hægt að sjá inn vörulistanum okkar hér á síðunni.