Hvernig á að gefa bíl start ?

Þegar gefa skal bíl start er ávallt best að nota þar til gerð starttæki til að minnka áhættu á skemmdum í tölvubúnaði í nýjum bílum. Ef þarf að gefa start með köplum skal nota kapla með yfirspennuvörn. Hér eru einfaldar leiðbeiningar hvernig skal gefa start með köplum til að draga úr áhættu á skemmdum.

Slökkt skal vera á báðum bílum þegar byrjað er.

  1. Tengið rauða(plús) kapalinn við plúsinn á rafgeyminum á bílnum sem kemst ekki í gang.
  2. Tengið rauða(plús) kapalinn við plúsinn á rafgeyminum á bílnum sem er að gefa start.
  3. Tengið svarta(jörð) kapalinn við mínusinn á rafgeyminum á bílnum sem er að gefa start.
  4. Tengið seinast svarta(jörð) kapalinn við grind eða vél á bílnum sem kemst ekki í gang.
  5. Startið því næst á bílnum sem er að gefa start(gott er að bíða í eina til tvær mínútur).
  6. Startið svo bílnum sem kemst ekki í gang.
  7. Takið síðan kapla af í öfugri röð: 4 – 3 – 2 – 1
  8. Þakkið fyrir ykkur og keyrið hamingjusöm í burtu 🙂